Dómararnir „svo pólitískir“

Donald Trump á fundi með lögreglustjórum í dag.
Donald Trump á fundi með lögreglustjórum í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar alríkisdómara í landinu um að vera pólitískir. Hann segist ekki vilja kalla dómstólana hlutdræga en að þeir yrðu að gera það sem er rétt. Hann segir að jafnvel „lélegir menntaskólanemar“ myndu styðja ákvörðun hans um ferðabannið.

Áfrýjunardómstóll í San Francisco fer nú yfir kröfu stjórnar Trumps um að aflétta lögbanni á umdeilt ferðabann sem hann setti á ríkisborgara sjö landa fyrir tæpum tveimur vikum.

Á fundi með lögreglustjórum í dag varði Trump forsetatilskipun sína. „Ég eld að öryggi okkar sé ógnað í dag,“ sagði hann á fundinum. 

„Ég vil aldrei segja dómstólana hlutdræga, svo ég mun ekki kalla þá hlutdræga og það er ekki komin niðurstaða ennþá,“ sagði Trump. „En dómstólarnir virðast vera svo pólitískir og það væri svo frábært fyrir dómskerfið okkar ef þeir gætu lesið upp úrskurð og gert það rétta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert