Vilja viðauka við Brexit-frumvarpið

Þingmenn í bresku lávarðadeildinni ætla að reyna að bæta viðauka …
Þingmenn í bresku lávarðadeildinni ætla að reyna að bæta viðauka við Brexit-lagafrumvarpið. AFP

Þingmenn í bresku lávarðadeildinni greindu frá því í dag að þeir muni reyna að bæta viðauka við Brexit-lagafrumvarpið.

Neðri deild breska þingsins samþykkti frumvarpið á miðvikudag, sem mun gera Theresu May forsætisráðherra Bretlands kleift að hefja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Lávarðadeildin mun hins vegar taka frumvarpið til meðferðar 20. febrúar.

Reuters-fréttastofan segir samþykki neðri deildarinnar hafa vakið væntingar margra um að frumvarpið muni sigla í gegnum lávarðadeildina, þar sem Íhaldsflokkurinn hefur ekki með meirihluta.

Frjálslyndiflokkurinn lagið fram viðauka við frumvarpið, sem krefst þess að endanlegur samningur um útgöngu úr ESB verði lagður fyrir þjóðaratkvæði og nýtur sú hugmynd stuðnings þingmanna í lávarðadeildinni.

„Frjálslyndiflokkurinn mun berjast fyrir því að Brexit-frumvarpið fái enga flýtimeðferð í lávarðadeildinni. Það er okkar hlutverk að fara gaumgæfilega yfir lagafrumvörp og við munum ekki láta þagga niður í lávarðadeildinni,“ sagði Dick Newby leiðtogi Frjálslyndaflokksins í lávarðadeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert