Stórsókn hafin gegn Ríki íslams

Írakskar hersveitir hafa tekið tíu þorp úr greipum Ríkis íslams í dag. Þessi áfangi er hluti stærri sóknar, þar sem stefnt er að því að endurheimta vesturhluta Mosúl-borgar. Hjálparsamtök hafa varað við því að það muni stefna lífi almennra borgara í hættu.

Sveitirnar koma úr mörgum áttum og hafa fært sig í átt að flugvelli borgarinnar, sem er sunnan við hana. Er þetta stærsta aðgerð írakska hersins í fleiri ár.

Herinn hefur enda mætt mikilli mótstöðu hryðjuverkasamtakanna í borginni, en það var í henni sem leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi, lýsti árið 2014 yfir stofnun kalífadæmis sem teygði sig yfir landamæri Íraks og Sýrlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert