Fimm ungmenni handtekin

Lögregla í London.
Lögregla í London. AFP

Fimm ungmenni voru handtekin í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar í London í dag vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk. Þau eru á aldrinum 15 til 19 ára. 

„Þau eru grunuð um að ætla að fara út á vegum hryðjuverkasamtaka og taka þátt í hryðjuverkum.“ Þetta kom fram í tilkynningu frá Lundúnalögreglunni. Talsmaður lögreglunnar vildi ekki tjá sig um hvert ungmennin ætluðu að fara né hver hryðjuverkasamtökin væru. 

Handtakan er í tengslum við viðamikla rannsókn á fjórum heimilum í síðasta mánuði og enn frekari rannsókn í dag.  

Þriggja unglingsstúlkna úr austurhluta London hefur verið saknað frá árinu 2015. Þær eru   grunaðar um að hafa farið út til Sýrlands og tekið þátt í hryðjuverkum á vegum Ríkis íslams. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert