Hættir sem ritstjóri vegna ummæla

Milo Yi­annopou­los, rit­stjóri hægri-frétta­veit­unn­ar Breit­bart, hefur sagt upp starfi sínu og beðist afsökunar á ummælum sínum. Í mynd­skeiði sem birt­ist ný­lega virðist Yi­annopou­los leggja bless­un sína yfir barnagirnd. BBC greinir frá.

„Þetta voru vanhugsuð orð,“ sagði hinn 32 ára Yi­annopou­los í yfirlýsingu vegna málsins, en hann sagði jafnframt að myndskeiðið hefði verið klippt til í því skyni að gefa villandi mynd af orðum hans. Hann sagði enn fremur að hann gæti ekki látið þetta óheppilega orðaval hafa áhrif á það mikilvæga starf sem unnið væri hjá fréttaveitunni Breitbart. Hann hefði því ákveðið að segja af sér.

Yiannopoulos segist sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem barn og að hann hafi megnustu skömm á fullorðnum sem misnoti börn.

Honum var meinað að halda fyrirlestur á ráðstefnu íhalds­manna í Banda­ríkj­un­um og þá hef­ur verið hætt við ­út­gáfu á fyr­ir­hugaðri bók eftir hann. 

Milo Yi­annopou­los, rit­stjóri hægriöfga-frétta­veit­unn­ar Breit­bart, hefur sagt upp starfi sínu.
Milo Yi­annopou­los, rit­stjóri hægriöfga-frétta­veit­unn­ar Breit­bart, hefur sagt upp starfi sínu. Ljósmynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert