Herðir reglur um innflytjendur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hert viðurlög um ólöglega innflytjendur.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hert viðurlög um ólöglega innflytjendur. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump hefur hert viðmið sem auðvelda yfirvöldum að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og flýta brottvísun þeirra. BBC greinir frá. 

Í yfirlýsingu frá heimavarnarráðuneytinu kemur fram að nýju viðmiðin kveða á um að einstaklingur muni þurfa að geta sýnt fram á að hann hafi verið í Bandaríkjunum samfleytt í tvö ár. Ef það tekst ekki munu stjórnvöld nýta sér þær heimildir til að vísa einstaklingnum úr landi. Hins vegar verður hætt að láta ólöglega innflytjendur lausa á landamærunum en þeim verður komið fyrir í gæslu á meðan mál þeirra eru skoðuð. 

Ólöglegir innflytjendur sem hafa verið handteknir fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað munu verða undir smásjá reglnanna auk þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir alvarlegri glæpi í Bandaríkjunum.

Sean Spice, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að þessar nýju áherslur muni ekki hafa áhrif á að fólk verði flutt umvörpum á brott úr landinu heldur víkkar þetta út þær heimildir sem þegar eru fyrir hendi.

Talið er að um 11 milljónir ólöglegra innflytjenda séu í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert