Snjóflóð á Svalbarða

Frá Svalbarða
Frá Svalbarða AFP

Snjóflóð féll í morgun frá fjallinu Sukkertoppen í Longyearbeyen á Svalbarða. Að því er fram kemur í frétt NRK höfðu engar tilkynningar borist um meiðsl á fólki klukkan 11.13 að íslenskum tíma. Þá hafði enginn tilkynnt um að einhvers væri saknað.

Haft er eftir landsstjóra Svalbarða að ein bygging hafi orðið fyrir snjóflóðinu og að lögreglan sé á staðnum.

„Frekari snjóflóðahætta er enn óstaðfest en verið er að rýma svæðið.“

Varað við flóðahættu í morgun

Fyrr í dag hafði verið send út viðvörun vegna mögulegs snjóflóðs en þar kom fram að ekki væri hætta á ferðum fyrir íbúa Longyearbeyen.

Árið 2015 dóu tveir í snjóflóði á Svalbarða en það féll einnig frá Sukkertoppen, á svipuðum slóðum og flóðið í dag.

Vefmyndavél frá bænum Longyearbeyen

Frá Svalbarða
Frá Svalbarða AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert