Bíl ekið á gangandi vegfarendur

Lögreglumenn standa fyrir framan byggingu þar sem maðurinn ók bíl …
Lögreglumenn standa fyrir framan byggingu þar sem maðurinn ók bíl sínum á gangandi vegfarendur. AFP

Þrír slösuðust þegar bíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í borginni Heidelberg í suðurhluta Þýskalands. Að sögn lögreglunnar hefur ökumaðurinn verið handtekinn.

BBC greinir frá því að ökumaðurinn hafi verið vopnaður hnífi og að hann hafi verið skotinn af lögreglunni eftir að hafa reynt að hlaupa í burtu.

Bíllinn sem maðurinn ók.
Bíllinn sem maðurinn ók. AFP

Ekki er vitað um ástæður mannsins fyrir verknaðinum. Lögreglan telur ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða og telur jafnframt að maðurinn hafi staðið einn á bak við árásina.

Í desember ók árásarmaður vörubíl inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín. Tólf fórust og 49 særðust.

AFP

Talið er að ökumaðurinn í Heidelberg hafi verið á bíl sem hann hafði tekið á leigu.

Einn hinna slösuðu er sagður illa haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert