Einn látinn eftir árás í Þýskalandi

Lögreglan hefur lokað af svæðið þar sem árásin var gerð.
Lögreglan hefur lokað af svæðið þar sem árásin var gerð. AFP

Einn er látinn eftir árásina sem var gerð í þýsku borginni Heidelberg í dag þegar bíl var ekið á hóp gangandi vegfarenda.

Ökumaðurinn, 35 ára Þjóðverji, flúði af vettvangi vopnaður hnífi en var skotinn af lögreglunni.

Bíll árásarmannsins rannsakaður.
Bíll árásarmannsins rannsakaður. AFP

Að sögn lögreglunnar lést 73 ára þýskur maður af sárum sem hann hlaut í árásinni.  

32 ára Austurríkismaður og bosnísk kona, sem er 29 ára, særðust einnig í árásinni.

Lögreglan segir ekkert benda til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Lögreglumenn standa fyrir framan bílinn sem var notaður í árásinni.
Lögreglumenn standa fyrir framan bílinn sem var notaður í árásinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert