36 ár síðan forsetinn mætti ekki

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

36 ár eru liðin síðan Bandaríkjaforseti þáði ekki boð um að mæta í árlegan kvöldverð Samtaka fréttamanna Hvíta hússins.

Með því að sniðganga kvöldverðinn brýtur Trump hefði sem hófst árið 1921 þar sem blaðamenn gera góðlátlegt grín að starfandi forseta.

Síðast þegar forseti missti af kvöldverðinum var árið 1981 þegar Ronald Reagan var að jafna sig eftir að hafa verið skotinn í morðtilraun á hendur honum. Engu að síður hringdi Reagan inn skilaboð þar sem hann hafði uppi vinsamleg orð um kvöldverðarboðið.

Richard Nixon, sem fyrirleit fjölmiðla, sniðgekk viðburðinn árið 1972.

Trump gagnrýndi fjölmiðla ítrekað í kosningabaráttu sinni og sú gagnrýni hefur aukist eftir að hann tók við embætti.

Þrátt fyrir fjarveru Trumps ætla Samtök fréttamanna Hvíta hússins að halda kvöldverðarboðið, sem verður 29. apríl næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert