20 slösuðust í skrúðgöngu

Átta þeirra tuttugu sem slösuðust voru flutt á sjúkrahús til …
Átta þeirra tuttugu sem slösuðust voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en öðrum var sinnt á vettvangi. Mynd/AFP

Að minnsta kosti 20 slösuðust í skrúðgöngu vegna kjötkveðjuhátíðarinnar í Rio de Janeiro í gær þegar bílstjóri skrúðgönguvagns keyrði utan í grindverk. Vitni segja bílstjórann hafa misst stjórn á vagninum í bleytu en bílstjórinn er þó í haldi lögreglu og verður yfirheyrður vegna atviksins. 

Að því er fram kemur í frétt BBC missti bílstjórinn stjórn á vagninum í bleytu og keyrði þá utan í girðingu sem afmarkaði lokað svæði. Nokkrir dansarar og áhorfendur urðu fyrir bílnum en bílstjórinn skipti skyndilega um stefnu og keyrði þá á fleira fólk sem stóð hinumegin við brautina.

Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum William Lourenco Bezerra að bílstjórinn hafi í kjölfarið horfið í hóp áhorfenda og yfirgefið vettvang. Hann fannst þó fljótlega og verður yfirheyrður af lögreglu.

Um 70 þúsund manns voru samankomnir til að fylgjast með skrúðgöngunni en aðeins þeir sem stóðu við innganginn, þar sem atvikið átti sér stað, gerðu sér grein fyrir því hvað hefði komið fyrir.

Skipuleggjendur skrúðgöngunnar ákváðu að halda skrúðgöngunni áfram en vagninn sem um ræðir var meðal þeirra fyrstu sem keyrðu inn á svæðið.

Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er ein sú stærsta í …
Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er ein sú stærsta í heimi. Mynd/AFP
20 dansarar og áhorfendur slösuðust þegar vagn í skrúðgöngunni fór …
20 dansarar og áhorfendur slösuðust þegar vagn í skrúðgöngunni fór af leið og rakst utan í grindverk. Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert