Grunuð um að skipuleggja hryðjuverk

Belgíska lögreglan að störfum.
Belgíska lögreglan að störfum. AFP

24 ára belgísk kona hefur verið ákærð fyrir brot á hryðjuverkalögum. Hún er grunuð um að hafa aðstoðað við að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Evrópu.

Þetta segja saksóknarar í Belgíu.

Konan var handtekin í húsi í vesturhluta Belgíu. Saksóknarar segja að vísbendingar séu fyrir hendi sem tengi konuna við fólk sem hugðist gera hryðjuverkaárás í Evrópu.

Rannsókn málsins er ekki sögð tengjast hryðjuverkunum í París árið 2015 eða í Brussel í mars 2016.

Engin vopn eða sprengiefni fundust við húsleit.

Hátt viðbúnaðarstig er enn í Belgíu eftir hryðjuverkin í Brussel í fyrra. 32 féllu í þeim árásum og hundruð særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert