Þyrla brotlenti á sjónvarpsturni

Frá slysstað í morgun. Brak úr þyrlunni liggur á víð …
Frá slysstað í morgun. Brak úr þyrlunni liggur á víð og dreif fyrir neðan sjónvarpsturninn. AFP

Að minnsta kosti fimm létust er þyrla brotlenti á sjónvarpsturni í mikilli þoku í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Þyrlan er af gerðinni Sikorsky S-76 og í eigu fyrirtækisins Eczacibasi. Vélin tók á loft frá Ataturk-flugvelli í borginni. Sjö voru um borð, tveir flugmenn og fimm farþegar, þar af fjórir rússneskir.

Leigubílstjóri sem varð vitni að brotlendingunni segir að þyrlan hafi hafnað á sjónvarpsturninum og svo snúist í loftinu og loks hrapað á götuna við turninn.

Tildrög slyssins eru enn óljós en tyrkneskir fjölmiðlar segja að mikil þoka hafi legið yfir Istanbúl í morgun. 

Á myndum frá slysstað má sjá mikla reykjarsúlu stíga til himins. Brak úr þyrlunni lá á víð og dreif. Lögreglumenn og slökkvilið er enn að störfum á vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert