Átökin harðna í Búrma

Bar­áttu­kon­an Aung San Suu Kyi hef­ur reynt að blása lífi …
Bar­áttu­kon­an Aung San Suu Kyi hef­ur reynt að blása lífi í friðarviðræðurn­ar frá því flokk­ur henn­ar komst til valda í nóv­em­ber árið 2015. AFP

Enn hækkar tala látinna sem hafa fallið í átökum í norðaust­ur­hluta Búrma við landamæri Kína en þar hef­ur ít­rekað soðið upp úr á milli hers­ins og upp­reisn­ar­manna allt frá því nóv­em­ber.  

Borgin Laukkai í Kongkai-héraði er sögð hafa verið lögð í rúst. Þúsundir íbúa hafa flúið árásir, skothríð og eldhaf yfir landamærin til Kína. Yfir 20 þúsund flótta­menn frá Búrma fóru yfir landa­mær­in til Kína í síðustu viku. Frá því september hafa yfir 50 þúsund íbúar Búrma flúið yfir landamærin, að sögn Sameinuðu þjóðanna.  

Tölur um fjölda látinna á reiki

Að minnsta kosti þrír uppreisnarmenn létu lífið í dag og nokkrir liðsmenn stjórnarhersins særðust í átökum í dag. Tölur eru á reiki um hversu mikið mannfallið hefur verið í raun undanfarið. Að minnsta kosti 36 féllu í árás 6. mars á Kokang-svæðinu í Búrma. Þá gerðu upp­reisn­ar­hóp­ar áhlaup á her­stöð, á meðal þeirra voru borgarar og lögregla. Í tilkynningu frá stjórnarhernum var tala uppreisnarmanna sem létust sögð mun lægri en raun ber vitni, að sögn heimildarmanns AFP.  

Ótt­ast er að það sama og gerðist árið 2015 muni end­ur­taka sig en þá streymdi fólk frá Búrma til Kína með þeim af­leiðing­um að sam­band land­anna stirðnaði. Í síðustu viku kallaði Kína eft­ir vopna­hléi þegar í stað og vill að til þess verði séð að átök­in harðni ekki enn frek­ar. Koma verður á friði og stöðug­leika á landa­mær­um ríkj­anna. 

Bar­áttu­kon­an Aung San Suu Kyi hef­ur reynt að blása lífi í friðarviðræðurn­ar frá því flokk­ur henn­ar komst til valda í nóv­em­ber árið 2015. Önnur tilraun til friðarviðræðna sem áttu að eiga sér stað seint í febrúar hefur verið seinkað fram í maí.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert