Til Parísar 20 árum eftir dauða Díönu

Vilhjálmur og Katrín eru á leiðinni til Parísar.
Vilhjálmur og Katrín eru á leiðinni til Parísar. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkonan hans Katrín fara í opinbera heimsókn til Parísar á morgun, nokkrum mánuðum áður en 20 ár verða liðin frá dauða Díönu prinsessu, móður Vilhjálms, í bílslysi í frönsku höfuðborginni.

Þau munu hitta Francois Hollande, forseta Frakklands, og setja á fót verkefni sem kallast „Les Voisins“ (Nágrannarnir) sem er ætlað að styrkja samband Bretlands og Frakklands á sama tíma og Bretar eru að hefja brotthvarf sitt úr Evrópusambandinu.

Vilhjálmur og Katrín halda einnig kvöldverðarboð í breska sendiráðinu í París og fara á ruðningsleik Frakklands og Wales á þjóðarleikvangi landsins.

Þetta verður fyrsta verkefni Vilhjálms sem verndari Ruðningssambands Wales síðan hann tók við embættinu af ömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu.

Börn Vilhjálms og Katrínar, Georg sem er þriggja ára og Karlotta sem er eins árs, verða ekki með í för.

Engin opinber minningarathöfn vegna dauða Díönu hefur verið skipulögð í París á meðan á heimsókninni stendur.

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert