„Þá hefðum við eitthvað sameiginlegt“

Trump og Merkel á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag.
Trump og Merkel á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á fundi sínum með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í dag að hann væri ekki að saka Breta um að hafa njósnað um hann fyrir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Talsmaður hans reifaði fregnir um slíkt athæfi og ýjaði að því í máli sínu í gær.

Þá gantaðist hann á blaðamannafundi með Merkel í kjölfar fundarins. Sagði hann að ef svo væri „þá hefðum við eitthvað sameiginlegt“. Hlógu þá margir viðstaddir hátt í fundarsalnum.

Árið 2013 ljóstraði Edward Snowden upp að sími Merkel væri undir eftirliti Bandaríkjanna.

Fundur Merkel og Trump var þá alls ekki tíðindalaus:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert