Fyrrverandi hermaður kærður fyrir morð

Fyrrverandi hermaðurinn gaf sig fram við lögreglu og viðurkenndi morðið.
Fyrrverandi hermaðurinn gaf sig fram við lögreglu og viðurkenndi morðið. AFP

Fyrrverandi bandarískur hermaður er ákærður fyrir morð en hann myrti 66 ára gamlan heimilislausan blökkumann. James Jackson, sem er 28 ára, stakk manninn ítrekað á umferðarmiðstöðinni Port Authority í New York. Skammt frá er athvarf fyrir heimilislausa en þar bjó fórnarlambið Timothy Caughman.  

Jackson sagði við lögregluna að hann hefði skipulagt kynþáttamorðið sem beindist gegn blökkumönnum. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu eftir morðið og sagði: „Ég þoli ekki svarta karlmenn sem eru með hvítum konum.“

Hatursglæpum hefur fjölgað í fjölmörgum borgum Bandaríkjanna, þar með talið í New York. 

Jackson gegndi herskyldu frá 2009 til 2012, meðal annars í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert