Kveikt á kertum og mínútuþögn

Fólk kveikti á kertum til minningar um fórnarlömb árásarinnar.
Fólk kveikti á kertum til minningar um fórnarlömb árásarinnar. AFP

Fjölmargir mættu á minningarstund á Trafalgar-torgi í kvöld vegna árásarinnar við þinghúsið í London í gær, þar sem fimm létust og tugir slösuðust. „Íbúar London munu aldrei láta hryðjuverk buga sig,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri London.

Mínútuþögn var á torginu.
Mínútuþögn var á torginu. AFP

Hann sagði ódæðið snerta allan heiminn en á meðal látinna og fórnarlamba voru bandarískir og franskir ríkisborgarar. Eftir nokkur orð tendraði Kahn á kerti líkt og inn­an­rík­is­ráðherr­ann Am­ber Rudd og Craig Mackey, starfandi lögreglustjóri. Þau stóðu öll þrjú fyrir framan mannfjöldann. 

 

 

Margir höfðu ritað London og hjarta við þegar þeir komu …
Margir höfðu ritað London og hjarta við þegar þeir komu saman til minningar um fórnarlömbin. AFP

 

Fólk kveikti á kertum og lagði blómsveig á torgið. Skilaboðin „hatrið mun ekki aðskilja okkur“ var ritað á jörðina. Mínútuþögn var til minningar um fórnarlömbin. 

Fjölmennt var á minningarstundinni.
Fjölmennt var á minningarstundinni. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert