Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Rannsakendur fara í gegnum sönnunargögn og vísbendingar á gangstéttinni við …
Rannsakendur fara í gegnum sönnunargögn og vísbendingar á gangstéttinni við Westminster-brúna þar sem árásarmaðurinn ók á fjölda fólks. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni við Westminster í gær, þar sem árásarmaður varð þremur að bana og særði yfir 40 til viðbótar áður en hann var felldur af lögreglu.

Amaq, fréttaveita Ríkis íslams, segir samtökin lýsa yfir ábyrgð á árásinni og að árásarmaðurinn hafi verið „hermaður Ríkis íslams,“ að því er fréttastofa SKY sjónvarpsstöðvarinnar greinir frá.

Áður hafði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið breskur og að breska leyniþjón­ust­an MI5 hafi haft mann­inn und­ir eft­ir­liti fyr­ir nokkr­um árum vegna öfga­kenndra og of­beld­is­hneigðra skoðana hans.

„Maður­inn fædd­ist í Bretlandi ... og fyr­ir nokkr­um árum var hann til rann­sókn­ar hjá MI5 þar sem áhyggj­ur vöknuðu vegna of­beld­is­fullra og öfga­kenndra skoðana,“ sagði May í þinginu í dag. Maður­inn var hins veg­ar ekki leng­ur und­ir smá­sjá leyniþjón­ust­unn­ar og að eng­ar vís­bend­ing­ar höfðu borist um fyr­ir­ætl­an manns­ins áður en árás­in var gerð.

Átta hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við árás­ina, en hundruð lög­reglu­manna unnu í alla nótt að rann­sókn máls­ins. Hús­leit­ir hafa þá verið gerðar á sex stöðum í Bir­ming­ham, London og öðrum stöðum í land­inu vegna rann­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert