Hné niður í hringnum og lést

Hnefaleikakappinn lést stuttu eftir að hafa hnigið niður í hringnum.
Hnefaleikakappinn lést stuttu eftir að hafa hnigið niður í hringnum.

17 ára Breti lést stuttu eftir að hann tók þátt í hnefaleikakeppni í borginni Derby í gærkvöldi. Hann hné niður í hringnum eftir viðureign við andstæðing sem hann hafði áður keppt við. Að sögn sjónarvotta hlaut hann engin „föst högg“. BBC greinir frá.

Lögreglan í Derbyshire rannsakar dauðsfallið en telur að ekkert saknæmt hafi átt sér stað á þessari stundu. Lögreglan var kvödd á staðinn þegar tilkynnt var um að hnefaleikamaðurinn, Eddie Bilbey, hné niður í hringnum. Hann var fluttur á spítala en var úrskurðaður látinn skömmu síðar.   

Bilbey tók þátt í æfingamóti í Postmill-æfingastöðinni en hann var meðlimur í boxakademíu. 

Stjórn Boxsambands Englands sendi frá sér tilkynningu þar sem hún vottar fjölskyldu Bilbey samúð sína og hvetur alla þá sem voru á staðnum að veita lögreglu allar þær upplýsingar sem það mögulega getur. Þeir sem urðu vitni að viðureigninni þetta kvöld fá áfallahjálp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert