Þúsundir mótmæltu fóstureyðingum

Fólk á öllum aldri tók þátt í mótmælunum í Rúmeníu …
Fólk á öllum aldri tók þátt í mótmælunum í Rúmeníu og Moldavíu í gær. AFP

Nokkur þúsund manns gengu um götur Rúmeníu og Moldavíu og mótmæltu fóstureyðingum í gær. Mótmælin voru samtímis í yfir 300 borgum í báðum löndunum. Fólk á öllum aldri tók þátt í mótmælunum, sem eru dyggilega studd af kaþólsku kirkjunni.  

„Konur eiga betra skilið en fóstureyðingu,“ var skrifað á eitt mótmælaspjaldanna og á annað: „Líf fyrir konu og líf fyrir fjölskylduna.“ Einn mótmælandinn sagði: „Þetta orð, fóstureyðing, á ekki að vera til. Það helst í hendur við hrylling og dauða [...] Það ætti að vera bannað“.  

Fóstureyðingar voru bannaðar samkvæmt lögum í Rúmeníu þegar einræðisherrann Nicolae Ceausescu var við völd. Hann var myrtur árið 1989. Árið 1990 var þetta bann afnumið og það ár voru gerðar 992.000 fóstureyðingar. Það ár voru þær þrisvar sinnum fleiri en fjöldi barnsfæðinga. Fóstureyðingum hefur fækkað jafnt og þétt upp frá því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert