Tveir 17 ára piltar fundust látnir

Huntcliff í Saltburn, Norður-Yorkshire í Englandi.
Huntcliff í Saltburn, Norður-Yorkshire í Englandi. Ljósmynd/Wikipedia

Tveir 17 ára piltar fundust látnir við klettaströnd í Norður-Yorkshire í Englandi á föstudag. Lögreglu barst tilkynning um líkfundina á föstudagskvöld þegar vegfarandi kom auga á lík piltanna við Huntcliff.  

Lögreglufulltrúar fóru á vettvang ásamt fulltrúum strandgæslunnar og er málið í rannsókn. Ekki liggur ljóst fyrir hvað gerðist en fjölskyldum drengjanna er nú veittur stuðningur í kjölfar áfallsins. Talsmaður lögreglunnar í Cleveland segir of snemmt að segja til um það hvað kom fyrir piltana eða hvernig lík þeirra höfnuðu við klettana.

Fyrr þennan sama dag var 58 ára gamalli konu bjargað úr sjónum á svipuðum slóðum. Liðsforingi strandgæslunnar í Humber hvetur almenning til að halda sig fjarri klettabrúnunum þar sem hætta geti verið á því að úr þeim molni eða þær brotni. Þá sé mikilvægt að fylgjast vel með sjávarföllum áður en farið er að ströndinni sem er vinsæll afþreyingarstaður.

Ekki er talið að veðurskilyrði hafi verið slæm á föstudaginn og lögregla er enn óviss um hvað nákvæmlega hefur komið fyrir. Telegraph greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert