18 slösuðust í rúllustiga

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Tveir hafa verið handteknir eftir slys í rúllustiga í verslunarmiðstöð í Hong Kong um helgina þar sem 18 manns slösuðust. Upptökur eftirlitsmyndavéla í verslunarmiðstöðinni sem stendur í Mong Kok hverfinu sýnir 45 metra langan rúllustiga bila þannig að hann fer skyndilega í öfuga átt, úr upp í niður, sem leiðir til þess að fjölmargir duttu niður.

Tímaritið Time segir frá. 

Nú er í rannsókn hvað gerðist en að sögn vitna var rúllustiginn á meiri ferð en venjulega og eftir að áttin breyttist höfnuðu allt að 10 manns á botni stigans í hrúgu. Tveir af þeim 18 sem slösuðust eru enn á sjúkrahúsi.

Þeir handteknu stöfuðu bæði sem tæknimenn í verslunarmiðstöðinni. Þeir eru sakaðir um að hindra framgang réttvísinnar með því að breyta stillingum rúllustigans eftir slysið.

Myndbönd af atvikinu má sjá hér að neðan. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert