Afnemur reglugerðir Obama í umhverfismálum

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að afturkalla stefnu forvera síns í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að afturkalla stefnu forvera síns í málefnum jarðefnaeldsneytis. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun á þriðjudag undirrita forsetatilskipun sem ætlað er að auðvelda bandarískum fyrirtækjum að framleiða orku í Bandaríkjunum, að því er því er Reuters fréttastofan hefur eftir starfsmönnum stjórnar hans.

Forsetinn hyggst draga verulega úr áhrifum Umhverfisstofunnar og ætlar að afnema reglugerðir sem settar í forsetatíð Barack Obamas með umhverfisvernd í huga. Ætlar Trump þannig að draga úr „ónauðsynlegum hindrunum á ábyrgri notkun innlendra orkugjafa,“ að því er Reuters hefur eftir heimildamanni sínum.

Scott Pruitt, sem Trump skipaði forstjóra Umhverfisstofnunnar, sagði í samtali við ABC sjónvarpsstöðina í að forsetatilskipunin muni m.a. afturkalla áætlun Obama stjórnarinnar í málefnum jarðefnaeldsneytis.

Pruitt hefur dregið í efa að lofslagsbreytingar séu af mannavöldum. Skipan hans í forstjórastól Umhverfisstofnunnar hefur vakið mikla gagnrýni og þykir vera til marks um það að Bandaríkin ætli ekki að vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert