Læknanemar látnir endurtaka próf

University of Glasgow.
University of Glasgow. Wikipedia/0404343m

270 læknanemar við University of Glasgow verða að endurtaka próf eftir að upp komst um samráð milli nemenda. Um er að ræða hagnýtt próf þar sem nemendur glíma við raunsönn úrlausnarefni.

Háskólayfirvöld lýstu prófið ógilt þegar upp komst að hópur nemenda hafði deilt prófupplýsingum gegnum samskiptamiðla. Umræddir nemar munu sæta agaviðurlögum en um 270 nemendur munu þurfa að taka prófið upp á nýtt.

Matthew Walters, deildarstjóri læknadeildar skólans, sagði samráð nemendanna vonbrigði en ákvörðunin um endurtöku hefði verið tekin með öryggi almennings í huga, þ.e. til að tryggja að próftakar væru í raun undirbúnir til að útskrifast.

Sky News hefur eftir Walters að aðrir nemendur hefðu sýnt ákvörðuninni skilning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert