19 börn og eitt á leiðinni

Radford-fjölskyldan.
Radford-fjölskyldan. Ljósmynd/Instagram

Fjölmennasta fjölskylda Bretlands á von á nýjum meðlimi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en 21 eru í fjölskyldunni í dag. Faðir, móðir og 19 börn. En bráðum verða börnin 20. Fjölskyldumeðlimir verða því brátt tuttugu og tveir talsins.

Von er á nýjasta fjölskyldumeðliminum í september. Þetta tilkynntu þau Sue Radford og eiginmaður hennar Noel á Facebook nýverið. Fjölskyldan kemur fram í raunveruleikaþættinum 19 Kids and Counting sem mætti útleggja 19 börn og von á fleirum. 

Tíu barnanna eru karlkyns og níu kvenkyns. Elsta er 27 ára og yngsta á fyrsta ári. Fjölskyldan býr í húsnæði sem var áður dvalarheimili fyrir aldraða í enska bænum Morecombe. Hjónin hafa alið börnin upp án þess að njóta sérstakra félagslegra úrræða.

Sue var 14 ára þegar hún varð fyrst ólétt. Það kostar sitt að fæða börnin og klæða en á hverjum degi sporðrennir fjölskyldan þremur brauðhleifum, tveimur morgunkornspökkum og tíu lítrum af mjólk. Það kemur sér vel að fjölskyldan á og rekur bakarí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert