Hlýnun jarðar ekki af mannavöldum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að loftslagsbreytingar væru ekki af manna völdum. Forsetinn lét ummælin falla í heimsókn til Franz Josef-eyjaklasans í Norður-Íshafi. Sagði hann að ísjakar hefðu ekki bráðnað áratugum saman.

„Hlýnunin var þegar hafin á fjórða áratugnum,“ sagði Pútin í sjónvarpsupptöku frá heimsókninni. Þá hafi ekki verið um að ræða sama útblástur. „Málið snýst ekki um að stöðva þetta, vegna þess að það er ómögulegt.“

Hlýnunin væri hugsanlega af náttúrulegum ástæðum. „Málið er að aðlagast þessu einhvern veginn.“ Pútín hefur áður lofað hlýnun jarðar á þeim forsendum að hún þýddi betra aðgengi að náttúruauðlindum og nýjar siglingaleiðir.

Hlýnun um 2-3 gráður væri enn fremur jákvæð þar sem Rússar þyrftu þá ekki lengur að klæðast loðkápum. Ekki er þó langt síðan Pútín sagði í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að lífsgæði jarðarbúa hvíldu á því að það tækist að finna lausn á loftslagsvandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert