Pútín minnist fórnarlamba sprengingarinnar

Vladimír Pútin Rússlandsforseti lagði blómvönd við inngang neðanjarðarlestastöðvarinnar.
Vladimír Pútin Rússlandsforseti lagði blómvönd við inngang neðanjarðarlestastöðvarinnar. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsótti í kvöld neðanjarðarlestarstöðina þar sem 11 manns létust og tugir særðust í sprengingu í morgun.

Pútin tjáði sig ekki er hann heimsótti stöðina, heldur lagði forsetinn einungis vönd af rauðum blómum við inngang neðanjarðarlestarstöðvarinnar, þar sem fjöldi manns hefur nú þegar kosið að minnast fórnarlamba sprengingarinnar með því að leggja þar blóm eða kveikja á kertum.

Lestarstöðin hefur verið lokuð af öryggissveitum frá því sprengingin varð, en yfirvöld rannsaka hana nú sem mögulegt hryðjuverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert