Aðalritari SÞ fordæmir árásina

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásina í Svíþjóð þegar vöruflutningabíl var ekið inn í mannfjölda.

„Við fordæmum ofbeldisfullu árásina í Stokkhólmi í dag,“ sagði hann í yfirlýsingu.

Hann vottaði fórnarlömbunum samúð sína og bætti við að Sameinuðu þjóðirnar standi með Svíþjóð.

„Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á árásinni verði handsamaðir fljótt.“

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur einnig sent samúðarkveðjur til Karls Gústafs Svíakonungs vegna árásarinnar.

„Í okkar landi hefur fólk reynslu af voðaverkum alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi. Á þessum erfiðu tímum syrgja Rússar með almenningi í Svíþjóð,“ sagði Pútín.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist á Twitter vera miður sín vegna árásarinnar og votttaði fórnarlömbunum samúð sína.

Stefan Lofven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði fyrr í dag að allt bendi til þess að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert