Fæddist í 42 þúsund feta hæð

Móðirin var gengin 28 vikur þegar barnið fæddist. Mynd úr …
Móðirin var gengin 28 vikur þegar barnið fæddist. Mynd úr safni.

Flugfreyjur tóku nýverið á móti stúlkubarni í 42 þúsund feta hæð og heilsast móður og barni vel. Móðirin sem var gengin 28 vikur fann fyrir verkjum fljótlega eftir flugtak og var barnið komið í heiminn stuttu síðar. BBC greinir frá. 

Barnið fæddist um borð í Boeing 737-farþegaþotu flugfélagsins Turkish Airlines á leið frá höfuðborginni Conakry í Gíneu til borgarinnar Ouagadougou í Burkina Faso. 

Við lendingu voru móðir og barn flutt á spítala í Burkina Faso. Barnið hefur þegar fengið nafnið Kadiju. 

Barnið fæddist um borð í flugi á leið frá Gíneu …
Barnið fæddist um borð í flugi á leið frá Gíneu til Burkina Faso. Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert