Skotárás í bandarískum skóla

Nemendur voru fluttir í annan skóla.
Nemendur voru fluttir í annan skóla. Ljósmynd/Twitter

Tveir létu lífið þegar þegar maður hóf skothríð í skóla í San Bernardino í Kaliforníu í Bandaríkjunum um klukkan 10.30 að staðartíma. Tveir aðrir eru særðir og voru fluttir á spítala.

Lög­reglu­stjór­inn í San Bern­ar­dino, Jarrod Burgu­an sagði á Twitter-síðu sinni að tveir hefðu dáið í árásinni, annar þeirra maðurinn sem hóf skothríðina. 

„Við teljum að þetta hafi verið fyrirhuguð sjálfsmorðsárás en hún átti sér stað í kennslustofu. Tveir hafa verið fluttir á spítala,“ skrifaði Burguan ennfremur.

Nemendur voru fluttir í annan skóla af öryggisástæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert