Norska sprengjusveitin rýmir hús í Telemark

Einn maður var handtekinn og nærliggjandi hús rýmd.
Einn maður var handtekinn og nærliggjandi hús rýmd. Google

Sprengjusveit norsku lögreglunnar handtók um fjögurleytið í nótt einn mann og rýmdi hús í bænum Porsgrunn í Telemark. Jørn Gustav Larsen, sem stýrir aðgerðum lögreglu, staðfesti í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að einn hafi verið handtekinn og sex fluttir á brott.

NRK segir lögreglu hafa komið auga á grunsamlegan hlut í Kirkegaten í Porsgrunn um fjögur í nótt og því hafi sprengjusveitin verið send á vettvang. Larsen vildi hins vegar ekki gefa upp annað en að lögregla þekkti til einstaklingsins sem var handtekinn.

Íbúar sem búa utan svæðisins sem lögregla hefur girt af hafa verið beðnir um að halda sig innandyra meðan á rannsókn á vettvangi stendur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert