Sýruárás á skemmtistað í London

google
google google

12 manns hið minnst hlutu brunasár vegna meintrar sýruárásar á skemmtistað í Hackney í austurhluta Lundúna í nótt.

Lögregla var kölluð á að skemmtistaðnum Mangle E8 um eittleytið í nótt og var staðurinn rýmdur, en hundruð manns voru þar inni þegar einhver kastaði „sterku sýrulegu“ efni að því er BBC hefur eftir slökkviliði Lundúna.

10 þeirra sem urðu fyrir sýruárásinni voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahús og tveir til viðbótar leituð sér sjálfir aðstoðar á neyðarmóttöku. Meiðsl þeirra sem slösuðust reyndust vera minniháttar.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og ekki liggur enn fyrir hvernig sýru var um að ræða, en rannsókn lögreglu nú í fullum gangi.

Talið er að um 600 manns hafi verið stödd á Mangle E8 áður en staðurinn var rýmdur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert