Hefði átt að nauðga henni

Adam Johnson.
Adam Johnson. AFP

Fangelsisyfirvöld á Bretlandseyjum hafa hafið rannsókn eftir að miðillinn Sun birti myndskeið þar sem knattspyrnumaðurinn Adam Johnson sést hlæja að fangelsisdóminum sem hann fékk fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku.

Á myndbandinu sést Johnson, sem afplánar nú dóminn, gera lítið úr glæpnum og segja að hann hefði sloppið með viðvörun ef hann hefði verið óþekktur.

Þá svarar hann athugasemd frá öðrum fanga sem bendir á að Johnson hefði ekki nauðgað fórnarlambinu: „Nei, ég vildi að ég hefði gert það fyrir sex ár.“

Johnson, sem spilaði fyrir Sunderland, hlaut sex ára dóm í mars sl. fyrir að hafa misnotað barn. Rannsókn fangelsisyfirvalda snýst m.a. að því hvernig samtalið náðist á myndband, þar sem farsímar og önnur sambærileg tæki eru bönnuð.

Á myndbandinu sést Johnson einnig tala um það að hann eigi ekki afturkvæmt í enska boltann eftir að hann lýkur afplánun og þá gerir hann lítið úr fórnarlambinu. Hann heldur því einnig fram að hann hafði talið hana vera 17 eða 18 ára, sem er rangt, þar sem hann viðurkenndi fyrir lögregli að hafa vitað hvað hún var gömul.

Frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert