Trump vill öflugt ESB

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, á …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, á blaðamannafundinum. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hlynntur öflugu Evrópusambandi á blaðamannafundi með forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni. Ummælin þykja til marks um breyttan tón hjá forsetanum sem áður hefur gagnrýnt sambandið harðlega.

„Já, öflugt Evrópusamband er mjög, mjög mikilvægt að mínu mati sem forseti Bandaríkjanna og það er einnig mikilvægt fyrir Bandaríkin, við viljum sjá það gerast, við viljum hjálpa sambandinu að verða sterkt og það er mjög mikið í þágu allra,“ sagði Trump við blaðamenn samkvæmt fréttaveitunni Reuters.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Trump skiptir um skoðun frá því að hann varð forseti. Trump sagði ítrekað í aðdraganda fosetakosninganna í Bandaríkjunum á síðasta ári að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri úrelt en eftir fund með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, nýverið sagði forsetinn að svo væri ekki lengur að hans mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert