Bloggari stunginn til bana

Bloggsíða mannsins var vinsæl.
Bloggsíða mannsins var vinsæl. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Frjálslyndur bloggari, Yameen Rasheed, var stunginn til bana í Male, höfuðborg Maldives-eyja í Indlandshafi, í nótt. Hann var 29 ára.

Rasheed fannst í stigagangi við íbúð sína með mörg stungusár á hálsi og brjóstkassa. Hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi, að sögn fjölskyldu hans.  

Bloggsíða Rasheed, The Daily Panic, var töluvert vinsæl og þekkt fyrir að gera grín að stjórnmálamönnum en um 340 þúsund súnní-múslimar búa á Maldives-eyjum.

„Með The Daily Panic vil ég segja frá fréttum og tjá mig um þær og einnig gera grín að stjórnmálum í Maldives,“ skrifaði hann á bloggsíðunni.

Fimm áru eru liðin síðan annar bloggari, Ismail Rasheed, var særður eftir að hafa verið stunginn af árásarmanni sem fannst aldrei.

Einnig er talið að blaðamaður hjá Minivan News, Ahmed Rilwan, hafi verið rænt í ágúst 2014.

Fyrrverandi forseti landsins, Mohamed Nasheed, hefur krafist þess að morðið á Yameen Rasheed verði rannsakað ítarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert