Breskur karlmaður kveikti óvart í sér

Wikipedia

Breskur karlmaður á níræðisaldri lést síðasta sunnudagskvöld eftir að hafa nuddað höndunum við föt sín en hendurnar voru löðrandi í bensíni. Við það kviknaði eldur og varð maðurinn brátt alelda. Talið er að stöðurafmagn hafi orðið til þess að eldurinn kviknaði.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að maðurinn, Fred Saunders sem var 84 ára gamall þegar hann lést, hafi fengið alvarleg brunasár sem hafi leitt til dauða hans en slysið átti sér stað við heimili hans skammt frá Yeoford í Devon. Saunders hafði verið að tappa eldsneyti af húsbílnum sínum til þess að geta lagað leka í eldsneytistanki bílsins.

Við þetta sullaðist bensín bæði á flíspeysu Saunders og buxur hans. Sambýliskonu hans, Sue Read, tókst að slökkva eldinn og hringdi síðan í neyðarlínuna. Gert var að sárum Saunders á staðnum og hann síðan fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést í gær. Hann skilur eftir sig þrjú uppkomin börn, sex barnabörn og fjölmörg barnabarnabörn, segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert