Eitt þúsund skotnir í Chicago

AFP

Eitt þúsund manns hafa orðið fyrir byssuskotum í borginni Chicago í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Þau tímamót urðu í dag samkvæmt frétt AFP. Þar af hafa 182 látið lífið. Fram kemur í fréttinni að þetta sé hliðstæður fjöldi og á sama tíma á síðasta ári.

Chicago, stærsta borgin í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, hefur lengi glímt við mjög háa tíðni morða en á síðasta ári voru 750 manns myrtir í borginni sem var það mesta í tvo áratugi. Hins vegar hafa átt sér stað 3.500 skotárásir í borginni á þessu ári.

Borgaryfirvöld hafa áform um að ráða hátt í eitt þúsund lögregluþjóna til viðbótar við þá sem fyrir eru á næstu tveimur árum til þess að taka á vandamálinu. Einnig er lögð áhersla á að gera íbúum auðveldara með að tilkynna glæpi nafnlaust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert