Fibit úr og Vin Diesel-rödd

Fibit-æfingaúr
Fibit-æfingaúr Wikipedia

Svikull bandarískur eiginmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Fibit-æfingaúr konunnar kom upp um að hann laug til um hvernig dauða hennar bar að.

Richard Dabate, 40 ára, sagðist hafa séð eiginkonu sína, Connie Dabate, skotna til bana meira en klukkutíma áður en úrið greindi síðustu hreyfingar hennar. Hann sagði lögreglu að hún hafi verið drepin af innbrotsþjófi á heimili þeirra 23. desember 2015. En lögreglan segir æfingaúrið hafa aðra sögu að segja.

Í frétt BBC kemur fram að Dabate var ákærður fyrir morð fyrr í mánuðinum en hann hafði sagt við lögreglu að hann hafi komið heim klukkan 9 um morguninn eftir að hafa keyrt syni sína tvo þegar innbrotsþjófur réðst á hann.

Að sögnDabate var innbrotsþjófurinn stór og feitur og með djúpa rödd sem minnti helst á rödd leikarans VinDiesel. Hann sagði að innbrotsþjófurinn hafi verið klæddur í felubúning og með grímu fyrir andlitinu. Morðinginn notaði skammbyssu, sem skráð var á nafn Dabate og hann hafði keypt tveimur mánuðum fyrr, til að skjóta Connie Dabate.

Plastlykkja (Zip-tie)
Plastlykkja (Zip-tie)

Hún var skotin í tvígang, í bak og höfuð. Að sögn eiginmannsins hafði innbrotsþjófurinn bundið hann eftir að hann varð undir í slagsmálum þeirra. Þegar lögreglan kom á vettvang var Dabate festur með plastlykkju (zip-tie) við stól í eldhúsinu. Virtist hann vera með áverka eftir hníf, segir í frétt BBC.

Að sögn lögreglu var ekki að sjá neitt á vettvangi sem gaf til kynna átök sem Dabate lýsti fyrir lögreglu. 

Fitbit úr sem Connie Dabate notaði í líkamsrækt þennan dag sýndi að hún tók það ekki af sér fyrr en klukkan 10:05 þennan morgun eða rúmri klukkustund eftir að eiginmaðurinn hafði séð hana deyja. Eins var ekki hægt að greina neitt sem benti til þess að aðrir hefðu verið í húsinu þennan morgun aðrir en fjölskyldan sem þar bjó.

Í ljós kom að eiginmaðurinn átti í ástarsambandi við aðra konu á þessum tíma sem gekk með barn hans og er talið að það hafi verið ástæðan fyrir ódæðinu. Skilaboð í síma eiginkonunnar frá því ári áður hljóðuðu á eftirfarandi hátt: „Ég vil skilnað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert