Leynigesturinn reyndist Zuckerberg

Mark Zuckerberg var leynigestur í matarboði.
Mark Zuckerberg var leynigestur í matarboði. AFP

Fjölskylda í Ohio fékk að vita með skömmum fyrirvara að leynigestur væri væntanlegur í kvöldmat. Sá reyndist vera enginn annar en forstjóri og stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg.

„Ég vissi að von væri á óvæntum gesti og það var það eina sem ég vissi,“ segir fjölskyldufaðirinn Daniel Moore í samtali við dagblaðið Vindicator of Youngstown. „Þetta var allt mjög ótrúlegt.“

Í blaðinu segir að Zuckerberg hafi borðað með Moore-fjölskyldunni í bænum Newton Falls, suðaustur af Cleveland. Í frétt blaðsins segir að Zuckerberg hafi beðið aðstoðarmenn sína að finna fyrir sig fjölskyldu sem væri demókratar en hefðu kosið Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. 

Zuckerberg er nú á ferðalagi um öll ríki Bandaríkjanna. Viðkoma hans í Ohio er hluti af þeirri ferð. Þetta hefur ýtt undir þær kenningar að hann hyggist á framboð, mögulega til forseta. 

Ítarleg frétt Guardian um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert