Rann og lét lífið á Everest

Ueli Steck.
Ueli Steck. AFP

Sviss­lend­ing­ur­inn Ueli Steck, sem þótti einn besti fjallamaður heims, lét lífið á hæsta fjalli heims, Ev­erest, í morgun.

„Hann lenti í slysi í vesturhlíð Nuptse og lést. Það lítur allt út fyrir að hann hafi runnið,“ sagði Ang Tsering Sherpa, for­seti Fjall­göngu­sam­bands Nepals, við AFP-fréttastofuna.

Steck, sem var fertugur, ætlaði að klífa á tind Everest í maí. Hann ætlaði að fara aðra leið á tindinn en tíðkast við klifur þangað. 

„Hann rann til um þúsund metra frá grunnbúðum tvö snemma í morgun. Aðrir sem voru staddir á fjallinu sáu hann og kölluðu eftir aðstoð,“ sagði leiðsögumaðurinn Dinesh Bhattarai.

Svisslendingurinn var frægur fyrir að fara ótroðnar slóðir í fjallaleiðöngrum sínum og fékk viðurnefnið „svissneska vélin“ vegna afreka sinna í Ölpunum.

Frá grunnbúðum við Everest.
Frá grunnbúðum við Everest. AFP

Steck komst í heimsfréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann og tveir aðrir evrópskir fjallgöngumenn lentu í átökum við nepalska leiðsögumenn. Evrópubúarnir voru sagðir hafa hundsað tilmæli heimamanna og stofnað hópi þeirra í hættu.

Atvikið varð til þess að gjá myndaðist á milli evrópskra fjallgöngumanna og leiðsögumanna frá Nepal. Steck varð reiður vegna þessa og sagðist aldrei ætla að koma aftur á EverestHann sneri hins vegar aftur nokkrum mánuðum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert