Dubai-leturgerðin kynnt til sögunnar

Dubai-leturgerðin er sú fyrsta sem Microsoft hannar fyrir borg.
Dubai-leturgerðin er sú fyrsta sem Microsoft hannar fyrir borg. AFP

Stjórnvöld í Dubai kynntu í gær til sögunnar Dubai-leturgerðina en um er að gera fyrstu leturgerðina sem Microsoft hannar fyrir borg. Leturgerðin verður fáanleg á 23 tungumálum, fyrir 100 milljón notendur Office 365.

Krónprins Dubai, Hamdan bin Mohammed al-Maktoum, hefur hvatt allar opinberar stofnanir til að nota leturgerðina í opinberum samskiptum.

Samkvæmt framkvæmdaráði Dubai, sem fer fyrir málefnum borgarinnar undir forystu Hamdan, endurspeglar leturgerðin sýn Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að verða alþjóðlegur leiðtogi þegar kemur að nýsköpun.

Í Dubai má þegar finna hæsta turn heims og stærstu verslanamiðstöð Mið-Austurlanda. Þá stefnir borgin að því að verða „hamingjusamasta borg heims“ og setti í fyrra á fót embætti hamingjuráðherra.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert