Facebook þarf að fjarlægja hatursorðræðu

Dómur sem féll í Austurríki er sagður fordæmisgefandi.
Dómur sem féll í Austurríki er sagður fordæmisgefandi. AFP

Samfélagsmiðlinum Facebook er gert að fjarlægja allar færslur sem innihalda hatursorðræðu, samkvæmt dómi sem féll í Austurríki nýverið. Dómurinn er sagður fordæmisgefandi og mun hafa alþjóðleg áhrif. Talsmenn Facebook hafa ekki enn tjáð sig. BBC greinir frá.   

Leiðtogi Græna flokksins í Austurríki höfðaði mál á hendur samfélagsmiðlinum fyrir þær sakir að hafa orðið fyrir því að falskur aðgangsreikningur var stofnaður í hans nafni.   

Samkvæmt dómnum er Facebook ekki eingöngu skylt að fjarlæga færslur sem birtast í Austurríki heldur einnig annars staðar í heiminum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert