Melania sleppti slæðunni

Forsetahjónin við komuna til Sádi-Arabíu.
Forsetahjónin við komuna til Sádi-Arabíu. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, var ekki með höfuðslæðu þegar hún gekk út úr forsetaflugvélinni á Khalid-alþjóðaflugvellinum í Sádi-Arabíu í dag. Með þessu fetar hún í fótspor Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en konur í Sádi-Arabíu eiga að hylja hár sitt vegna trúarástæðna í landinu.

Ivanka Trump, dóttir forsetans og ráðgjafi, var heldur ekki með höfuðslæðu. Það vakti athygli í janúar 2015 þegar Obama var ekki með slæðu í Sádi-Arabíu og sögðu sumir hana sýna gestgjöfum sínum vanvirðingu með því. Þá sagði fulltrúi Hvíta hússins að með þessu vildi Obama sýna álit sitt stöðu kvenna í Sádi-Arabíu. Einn sem gagnrýndi forsetafrúna þáverandi var einmitt Donald Trump en hann sagði á Twitter að hún hefði móðgað Sádi-Araba og að Bandaríkjamenn ættu „nóg af óvinum“.

Melania Trump ræðir við krónprinsinn Muhammad bin Nayef bin Abdulaziz …
Melania Trump ræðir við krónprinsinn Muhammad bin Nayef bin Abdulaziz al-Saud. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert