Bróðir og faðir Abedis handteknir

AFP

Bróðir Salmans Abedi, sem talið er að hafi staðið fyrir hryðjuverkinu í Manchester í Bretlandi á mánudagskvöldið, hefur verið handtekinn af öryggislögreglunni í Líbíu en fullyrt er að bróðirinn, Hashem Abedi, hafi vitað allt um áformin. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Faðir þeirra, Ramadan Abedi, hefur einnig verið handtekinn í Líbíu í kjölfar ummæla sinna í viðtali þar sem hann hafnaði því að sonur hans hefði framið hryðjuverkið. „Við erum ekki hlynnt morðum á saklausu fólki. Við erum ekki þannig,“ sagði hann samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Eldri bróðir Abedis, Ismael, hafði áður verið handtekinn í Manchester.

Þar segir enn fremur að Hashem Abedi sé grunaður um tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams sem lýst hafa yfir ábyrgð sinni á árásinni í Manchester. Líbíska öryggislögreglan telji að hann hafi enn fremur sjálfur haft áform um hryðjuverk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert