Hafa fundið búnað til sprengjugerðar

AFP

Breska lögreglan hefur fundið búnað til sprengjugerðar í víðtækum húsleitum í Manchester í kjölfar hryðjuverksins í borginni á mánudagskvöldið. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Independent en sjö hafa verið handteknir í Bretlandi í kjölfar árásarinnar.

Lögreglan telur líklegt að frekari búnaður til sprengjugerðar eigi eftir að finnast í áframhaldandi húsleitum. Bresk yfirvöld telja að hópur fólks, sem árásarmaðurinn Salman Abedi hafi tilheyrt, hafi undirbúið frekari hryðjuverk og hafa lagt áherslu á að uppræta starfsemi hans.

Fram kemur í frétt Independent að búast megi við frekari handtökum. Bæði í Manchester og annars staðar í Bretlandi. Einn hinna handteknu er eldri bróðir Abedis en lögreglan í Líbíu hefur haldtekið föður hans og yngri bróður en sá síðarnefndi er talinn hafa undirbúið hryðjuverk.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert