Prestur auglýsti eftir kynlífsfélaga

Dómkirkjan í Strängnäs.
Dómkirkjan í Strängnäs. Wikipedia

Prestur í Svíþjóð, sem skráði sig á stefnumótasíðu á netinu sem sænska kirkjan skilgreinir sem klámsíðu, hefur verið látinn taka pokann sinn.

Presturinn tók fram í auglýsingunni að hann væri meðal annars að leita eftir hjákonu, kynlífsfélaga og fólki til að synda nakinn með. Það fór heldur ekki á milli mála út af frá auglýsingunni að hann væri prestur og hægt var að rekja auglýsinguna til hans út frá upplýsingunum sem hann veitti.

Söfnuður prestsins í sveitarfélaginu Strängnäs komst að þeirri niðurstöðu að það samrýmdist ekki prestsstarfinu að sækjast eftir kynlífi með mörgu fólki. Presturinn er sagður hafa útskýrt auglýsinguna með því að hann hefði nýlega skilið, væri nýfluttur til sveitarfélagsins og væri einmana.

Fréttavefurinn Thelocal.se segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert