Segja samtökin hafa lagt upp laupana

Hryðjuverkasamtökin Ansar al-Sharia eiga rætur að rekja til Líbíu. Þau …
Hryðjuverkasamtökin Ansar al-Sharia eiga rætur að rekja til Líbíu. Þau eru talin bera ábyrgð á árás sem gerð var á bandaríska sendiráðið þar í landi árið 2012. AFP

Líbísku hryðjuverkasamtökin Ansar al-Sharia hafa lagt upp laupana að því er fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum þeirra. Samtökin eru á hryðjuverkasamtakalista Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna enda eru þau talin bera ábyrgð á hryðjuverkaárás á bandaríska sendiráðið í Benghazi 11. september 2012. Fjórir létust í árásinni, þeirra á meðal sendiherrann.

Ansar al-Sharia hafa í gegnum tíðina haft mikil tengsl við al-Qaeda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert