Héldu að sprengja hefði sprungið

Tæplega 30 manns slösuðust í troðningnum.
Tæplega 30 manns slösuðust í troðningnum. AFP

Tæplega 30 stuðningsmenn ítalska knattspyrnuliðsins Juventus slösuðust þegar þeir héldu að sprengja væri að springa þar sem þeir hópuðust saman í Tórínó til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar, á milli Juventus og Real Madrid.

Tíu mínútum fyrir leikslok varð mikill múgæsingur þegar flugeldar sprungu. Fólk varð hrætt og einhverjir kölluðu að sprengja hefði sprungið, samkvæmt fréttamanni AFP sem var á staðnum.

Það var nóg til að skapa mikla ringulreið á torginu þar sem stuðningsmennirnir komu saman en fólkið meiddist þegar það reyndi að flýja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert