Lögreglan leitar að þremur mönnum

Frá aðgerðum lögreglu í kvöld.
Frá aðgerðum lögreglu í kvöld. Ljósmynd/Twitter

Lögreglan í London leitar að þremur grunuðum í tengslum við það þegar sendiferðabíll keyrði á hóp fólks á London-brúnni nú í kvöld, samkvæmt BBC.

Fréttamaður BBC á staðnum segist hafa heimildir fyrir því að fólk hafi verið stungið.

Lögregla hvetur almenning til að forða sér „eins hratt og það getur,“ í vesturátt. Vopnuð lögregla er á svæðinu við London-brúnna við aðgerðir og leitar nú þriggja aðila sem liggja undir grun.

Þá hefur verið tilkynnt um að fólk hafi orðið fyrir stunguárás. Aðal áhersla lögreglunnar nú er að koma fólki, sem margt var úti að skemmta sér í miðborginni, burt af svæðinu. Þá hefur aðgerðasvæði lögreglunnar verið víkkað út. 

Vitni á staðnum sagði BBC að hún hefði séð á bilinu 30 til 40 sjúkrabíla á staðnum, sem og vopnaða lögreglumenn. Fyrr bárust fregnir að skothvellir hefðu heyrst.

Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert